Sigurbjörg Eiríksdóttir leikmaður Keflavíkur var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins er liðið sigraði nágranna sína í Njarðvík í hörkuleik. Sigurbjörg var með 12 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar á nærri 30 mínútum í leiknum. Hún sagði liðið  hafa farið yfir vörnina í hálfleik en að fyrri leikir liðanna í íslandsmótinu hefðu ekki haft nein áhrif á liðið í þessum leik.

 

Viðtal við Sigurbjörgu má finna hér að neðan:

 

 

Viðtal og mynd / Ólafur Þór Jónsson