Skallagrímur sigraði Stjörnuna, 84-79, í 23. umferð Dominos deildar kvenna. Eftir leikinn eru liðin því enn í sömu sætum deildarinnar og þau voru fyrir hann. Skallagrímur í 2. – 3. sætinu ásamt Keflavík, en Stjarnan í því 4. 4 stigum fyrir ofan Val í því 5.
Fyrir leik
Skallagrímur hafði ekki átt eins góðu gengi að fagna síðustu vikur og þær höfðu gert mánuðina á unda. Ekki unnið í síðustu 3 leikjum sínum í deild og bikar. Liðin mæst 3 áður í vetur. Þar sem að Skallagrímur hafði sigrað báða heimaleiki sína og Stjarnan fyrri leik liðanna í Garðabæ.
Kjarninn
Leikurinn í kvöld var mjög kaflaskiptur. Liðin skiptust á að taka snörp áhlaup allt frá fyrstu mínútu. Fyrst var það Stjarnan sem hafði yfirhöndina, komust í 7-2 áður en að Skallagrímur tók við sér og fyrsti leikhlutinn endaði á pari, 20-20. Annar leikhlutinn var svo svipaður, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan enn jöfn, 43-43.
Erlendir leikmenn liðanna voru atkvæðamestir í fyrri hálfleiknum. Fyrir heimastúlkur var það Danielle Rodriguez með 11 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar á meðan að fyrir Skallagrím var það Tavelyn Tillman sem dróg vagninn með 15 stigum og 4 fráköstum.
Í upphafi seinni hálfleiksins virtist Skallagrímur svo hafa yfirhöndina. Setja fyrstu 5 stig hálfleiksins áður en að Stjarnan tekur öll völd á vellinum og byggir upp þægilega forystu. Stjarnan komin 7 stigum yfir, 57-50 þegar að hlutinn er hálfnaður.Skallagrímur nær þá aftur að saxa á það og eru aðeins einu stigi undir fyrir lokaleikhlutann, 53-52.
Villuvandræði
Fyrir lokaleikhlutann voru 5 leikmenn Skallagríms, þar af 4 byrjunarliðsmenn þeirra, komnar með 3 villur. Ljóst að á þessum síðustu 10 mínútum þyrftu þær því að passa sig ef ekki ætti illa fyrir þeim að fara. Á fyrstu tveimur mínútum fjórða leikhlutans ná tveir af þeirra mikilvægustu leikmönnum, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir og Tavelyn Tillman sér svo í sínar fjórðu villur. Útlitið á þeim tímapunkti ekki beint gott. Þær sýndu þó af sér fádæma reynslu með því að halda sér inni á vellinum það sem eftir lifði leiks og kom það sérstaklega í ljós í lokin hversu mikilvægt það var fyrir þær.
Lokametrarnir
Stjarnan leiddi leikinn lungað af fjórða leikhlutanum. Voru 7 stigum yfir þegar að mest lét. Á síðustu 3-4 mínútum leiksins tapa þær þessari forystu þó niður. Voru það þá aðallega áðurnefndar Sigrún Sjöfn og Tavelyn Tillman sem að skiptust á að skora fyrir Skallagrím. Fór svo að lokum að Skallagrímur sigraði leikinn með 84 stigum gegn 79.
Tölfræðin lýgur ekki
Flæðið í sóknarleik Skallagríms leit kannski ekki alltaf betur út en það hjá Stjörnunni í leiknum Það var þó mun áhrifaríkara. Stjarnan var með aðeins 15 stoðsendingar í leiknum á móti 26 slíkum hjá Skallagrím.
Hetjan
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir var best í liði Skallagríms í kvöld. Skoraði 20 stig, tók 16 fráköst og gaf 5 stoðsendingar á þeim 37 mínútum sem hún spilaði.
Viðtal við Sigrúnu Sjöfn eftir leik
Viðtal við Manuel Rodriquez eftir leik
Viðtal við Pétur Már eftir leik
Umfjöllun / Davíð Eldur
Myndir, viðtöl / Ólafur Þór