Pétur Már Sigurðsson þjálfari Stjörnunnar var svekktur eftir tapið gegn Keflavík í Dominos deild kvenna í dag. Hann sagði sitt lið hafa verið þjakaðar af slæmum ákvarðanatökum á lokasprettinum og þar af leiðandi kastað sigrinum frá sér. Pétur sagði sitt lið þó hafa spilað vel í gegnum leikinn en markmiðið væri bara að verða betri með hverjum leiknum.
Viðtal við Pétur Már má finna hér að neðan:
Viðtal og mynd / Ólafur Þór Jónsson