Körfuknattleiksdeild Grindavíkur tilkynnti rétt í þessu að við kvennaliði félagsins hefði tekið fyrrverandi leikmaður meistaraflokks karla, Páll Axel Vilhjálmsson. Honum til halds og trausts sem aðstoðarþjálfari út þetta tímabil verður leikmaður liðsins, Ingibjörg Jakobsdóttir. Ingibjörg, sem á þessu tímabili hafði leikið bæði fyrir A landslið Íslands, sem og félagið, mun ekki spila fleiri leiki þar sem að hún er með barni.

 

Lið Grindavíkur hefur gengið í gegnum heilan hafsjó af vandamálum þetta tímabilið. Bæði hvað varðar erlenda leikmenn, meiðsl hjá íslenskum leikmönnum, sem og eftir að hafa skipt um þjálfara í byrjun tímabils, hafði sá sem að var ráðinn, Bjarni Magnússon, verið í veikindaleyfi síðan fyrir áramót og því höfðu þjálfari karlaliðs félagsins, Jóhann Ólafsson og Ellert B. Magnússon þurft að stýra liðinu í leikjum síðan þá.

 

Páll Axel og Ingibjörg munu stýra liðinu í fyrsta skipti í erfiðum útileik liðsins annað kvöld í Stykkishólmi gegn Snæfell, en fyrir leikinn er Grindavík í neðsta sæti deildarinnar með aðeins 3 sigurleiki af 19 mögulegum það sem af er vetri.

 

Fréttatilkynning KKDG: