P.J. Alawoya sem samdi við KR á dögunum hefur fengið atvinnuleyfi og mun því leika með KR í kvöld. Þetta staðfesti Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR í samtali við Karfan.is fyrr í dag. KR mætir Þór Þ í Þorlákshöfn kl 20:00 í beinn útsendingu á Stöð 2 sport en Alawoya kemur í stað Cedrick Bowen sem var látin fara á dögunum.

 

Alawoya sem er 29 ára gamall, er reyndur leikmaður sem að hefur síðustu ár spilað í Japan, Þýskalandi og Slóvakíu. Þar áður, eða til ársins 2011, lék hann í Bandaríkjunum fyrir háskólalið McNeese State.