Óvíst er hvort Quincy Hankins-Cole nái að leika með ÍR annað kvöld þegar liðið heimsækir Grindavík í Mustad-Höllina í Domino´s-deild karla. Þá er ljóst að Hjalti Friðriksson verður ekki með sökum aðgerðar sem hann hefur nýlokið við. 

Hankins-Cole er enn að glíma við meiðsli eftir Skallagrímsleikinn en með fjarveru hans glatast að jafnaði 17,3 stig og 9,4 fráköst að meðaltali í leik og þá hefur Hjalti verið að skila 7,5 stigum, 5,1 frákasti og 2,3 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Mynd/ Bára Dröfn: Óvíst er hvort Quincy Hankins-Cole nái leiknum með ÍR í kvöld.