Hvernig fer þetta nú allt saman um helgina? Maltbikarhelgin framundan og áður en við getum velt okkur upp úr úrslitaleikjunum leitaði Karfan.is á náðir góðra einstaklinga og kannaði hvað nef þeirra sagði þeim fyrir undanúrslitaleikina. Hefjum leik á því að Karl West Karlsson einnig kenndur við Leikbrot.is rýnir í leikina á miðvikudags- og fimmtudagskvöld.

Miðvikudagur 8. febrúar

Undanúrslit kvenna · Keflavík-Haukar 

Það er deginum ljósara að varnarmaðurinn sem Sverrir er þá á hann eftir að láta stelpurnar sínar spila sinn besta varnarleik á tímabilinu í þessum leik til að komast í Höllina, en Haukar þurfa að ganga á öllum 5 og eiga mjög góðan leik sóknalega og þarna þarf liðsheildin að „kicka“ inn ! Vinnur ekki Keflavík 1 á 1. Keflavík vinnur 77-75

Undanúrslit kvenna · Skallagrímur-Snæfell

Það þarf lítið að segja hvað Skallagrímur getur gert í þessum stórleik, eru með klikkaðar sóknarmanneskjur innan hópsins og stórar stelpur sem kunna þetta allt og með einn besta erlenda leikmann í deildinni og ættu þær að landa sigri í þessum leik samkvæmt blaðinu en aftur á móti er Ingi og Snæfellsliðið eins og fínslípaður demantur sem er rosalega erfitt að reikna út, magnaður þjálfari með geggjaðan hóp af stelpum sem spila svo sannalega sem lið og hafa gert í gegnum árin og það hefur komið þeim svona langt undanfarin ár, ekki neitt vanmat þarna! Skallagrímur vinnur 65-60 í miklum varnarleik.

Fimmtudagur 9. febrúar

Valur-KR   

Nú er tækifærið fyrir Valsara að fá fleiri en 50 manns á leik hjá sér, þetta er að mínu mati einn áhugaverðasti leikur tímabilsins þar sem Valur eru búnir að vinna úrvalsdeildarlið og sýna kraft í sér sem kanski ekki margir bjuggust við og voru að vanmeta! Gústi er virkilega klár þjálfari og nær augljóslega miklu út úr hópnum sem gæti komið KR á óvart en varðandi KR liðið þá vita allir að þessi gamla maskína með alla þessa geggjuðu leikmenn innanborðs þá ætti nú KR að hafa þetta og komast í Höllina. Ætla gerast brattur og segja samt að Valur vinni með 1 stigi, 80-79.

Þór Þ.- Grindavík 

Þessi leikur gæti komið á óvart varðandi Grindavík, en á góðum degi þá á Þór að taka þennan leik, held þeir séu en með blóðbragð eftir síðust reynslu í Höllinni og vilji taka þetta öruggt bara, segi 85-72 Þór.

Keppnisdagskrá helgarinnar