Við höldum ótrauð áfram með #Nostradamus fyrir undanúrslitin í Maltbikarnum sem hefjast í kvöld með undanúrslitum í kvennaflokki og lýkur annað kvöld með karlaleikjunum. Nú er það Sturla Stígsson Vestramaður og þá hafa sumir tengt hann við Fusijama.tv en sá orðrómur hefur aldrei fengist staðfestur.

Miðvikudagur 8. febrúar kl. 17.00 Undanúrslit kvenna · Keflavík-Haukar
Eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki liðanna í vetur með samtals 51 stigi þá sluppu Keflvíkingar úr Hafnarfirðinum með 3 stiga sigur í lok janúar. Það er vonandi að sama spenna verði í þessum leik en engu síður á ég von á að Keflavíkustúlkur fari með 10+ stiga sigur af hólmi.

kl. 20.00 Undanúrslit kvenna · Skallagrímur-Snæfell
Vesturlandsslagur af bestu gerð þar sem liðin í fyrsta og öðru sæti deildarinnar mætast. Ég á þó ekki von á öðru en að ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar stígi hressilega upp í þessum leik og taki þetta á lokasprettinum 75-69.

Fimmtudagur 9. febrúar kl. 17.00 Undanúrslit karla · Valur-KR
Úrvalsdeildarliðabani Vals heldur áfram á móti KR liði sem datt næstum út á móti 1. deildarliði í síðustu umferð. Jón Arnór fer langt með að vinna þetta fyrir KR með því að taka leikinn yfir síðustu 90 sekúndurnar en það dugar skammt því hinn Ísfirski Big Red klárar þetta signature-þrist frá miðju.

kl. 20.00 Undanúrslit karla · Þór Þ.-Grindavík
Þrátt fyrir að bæði lið hafi verið eins og jójó í deildinni að þá hefur Þór þó unnið titil í vetur og kemur líklegast ekkert annað til greina en að bæta fyrir bikartapið á móti KR í fyrra. Spái 6 stiga sigri Þórs í leik þar sem Tobin Carberry og Ólafur Ólafsson keppast um að eiga troðslu tímabilsins.

Bikardagskráin

Maltbikarinn – Hildur Sig
Maltbikarinn – Viðar Örn
Maltbikarinn – Siggi Hjörleifs
Maltbikarinn – Örvar Þór Kristjánsson
Maltbikarinn – Björn Einarsson
Maltbikarinn – Hörður Unnsteinsson
Maltbikarinn – Sævar Sævarsson
Maltbikarinn – Karl West Karlsson