Hvernig fer þetta nú allt saman um helgina? Maltbikarhelgin framundan og áður en við getum velt okkur upp úr úrslitaleikjunum leitaði Karfan.is á náðir góðra einstaklinga og kannaði hvað nef þeirra sagði þeim fyrir undanúrslitaleikina. Næstur í röðinni er þjálfarinn Örvar Þór Kristjánsson.

Valur – KR
Valsmenn búnir að standa sig frábærlega í bikarnum og Gústi á hrós skilið. Hinsvegar þá tapa KR drengir ekki fyrir Val í Höllinni og sigla þessu nokkuð þægilega í höfn. Valsmenn geta kvatt með höfuðið hátt og farið fullir sjálfstrausts inní baráttuna um sæti í Dominos að ári.

Þór Þorlákshöfn – Grindavík
Þór Þorlákshöfn og Grindavík er afar áhugaverður slagur. Ég hallast að sigri Þórsara en það verður eftir afar jafnan slag. Persónulega þá hef ég beðið eftir að Lewis Clinch springi meira út og einvígi hans og Torbin verður magnað. Það sem gerir gæfumuninn fyrir Þór verður Ólafur Helgi Jónsson. KR fara svo alla leið og verða bikarmeistarar. Þórsarar veita þeim þó góða keppni.

Keflavík-Haukar
Keflavík hefur komið svo skemmtilega á óvart í vetur og Sverrir Þór að gera magnaða hluti. Haukar eru sýnd veiði en ekki gefin og Keflavík þarf að hafa fyrir þessu.

Snæfell-Skallagrímur
Snæfell og Skallagrímur er svo flottur slagur. Ég held með Inga vini mínum og spái því Snæfell sigri. Skallagrímsstelpur hafa verið á miklu skriði en þær hafa ekki erindi sem erfiði að þessu sinni. Í úrslitaleiknum hefur Keflavík svo sigur eftir framlengingu.

Bikardagskráin

Maltbikarinn – Björn Einarsson
Maltbikarinn – Hörður Unnsteinsson
Maltbikarinn – Sævar Sævarsson
Maltbikarinn – Karl West Karlsson