Hvernig fer þetta nú allt saman um helgina? Maltbikarhelgin framundan og áður en við getum velt okkur upp úr úrslitaleikjunum leitaði Karfan.is á náðir góðra einstaklinga og kannaði hvað nef þeirra sagði þeim fyrir undanúrslitaleikina. Næstur í röðinni er þjálfarinn Hörður Unnsteinsson. 

Undanúrslit kvenna · Keflavík-Haukar 

Tvö ung lið sem að fá sína eldskín á stóra sviðinu, þetta verður hörkuleikur. Staða liðanna í deildinni er vissulega misjöfn en ég tel það hafi lítið að segja í svona leik þar sem allt eða ekkert er í boði. Leikurinn mun eflaust einkennast af stressi hjá ungum leikmönnum liðanna en ég held að gæði Keflavíkur liðsins, sérstaklega varnarlega, muni verða ofan á á endanum. Lítið skor. Ég segi 58-50 fyrir Keflavík.

Undanúrslit kvenna · Skallagrímur-Snæfell

Loksins, loksins fá Borgnesingar sinn dag í Höllinni. Það eiga dyggir stuðningsmenn Skallagríms svo sannarlega skilið. Ég viðurkenni það að ég vonaðist eftir þessum slag í úrslitum en þetta verður engu að síður hörkubarátta jafnt innan vallar sem á pöllunum og það kæmi mér ekki á óvart þótt höllin yrði full á miðvikudag. Margar af leikmönnum Skallagríms hafa reynslu af bikarleikjum í höllinni og það mun telja drjúgt fyrir nýliðana, ég held að Skallagrímur hafi þetta 72-68 í ekta bikarleik. Það má enginn missa af þessum!

Fimmtudagur 9. febrúar

Valur-KR   

Það verður gaman að vera Valsari á fimmtudaginn, og ég veit að margir Valsara vinir mínir sem hafa farið með fram veggjum síðustu ár munu mæta rauðklæddir og glaðir í Höllina á fimmtudag. Stórkostlegur árangur hjá Gústa og co í bikarnum í ár, að slá út 3 úrvalsdeildarlið á leið sinni í Höllina er afrek sem ég hygg að sé einsdæmi fyrir 1. deildarlið. Það verður þó að teljast ólíklegt að þeir nái fernunni, til þess er KR liðið einfaldlega of sterkt og reynslumikið. Ég spái því að KR tryggi sig í úrslitaleikinn án þess að mæta úrvalsdeildarliði og vinni nokkuð örugglega 91-72. 

Þór Þ.- Grindavík 

Þessi verður svakalegur. Bæði lið virðast vera að finna taktinn eftir brösugt gengi fyrir jól og Þórsarar koma eflaust með gott sjálfstraust inn í leikinn eftir flotta frammistöðu gegn KR á föstudag. Þegar sá gálinn er á þeim eru Þór Þ eitt skemmtilegasta sóknarlið deildarinnar að mínu mati. Eg held að þetta verði barátta þjálfara og kana, Einar er reynslumeiri en Jóhann og mun koma sínu liði í úrslitaleikinn í leik þar sem Tobin mun eiga stórleik. Ég spái því rematch frá leiknum í fyrra í úrslitunum, Þórs sigur 86-76. 

 

#Maltbikarinn – Sævar Sævarsson

 

#Maltbikarinn – Karl West