Hvernig fer þetta nú allt saman um helgina? Maltbikarhelgin framundan og áður en við getum velt okkur upp úr úrslitaleikjunum leitaði Karfan.is á náðir góðra einstaklinga og kannaði hvað nef þeirra sagði þeim fyrir undanúrslitaleikina. Næstur í röðinni er þjálfarinn Björn Einarsson.

Keflavík – Haukar

Trúi og treysti á að young Guns í Keflavík taki þennan leik nokkuð örugglega! Haukar sem og sönkuðu að sér helling af leikmönnum í fyrra og kölluðu sig stórlið eiga ekki breik frá upphafi leiks! Ein af mínum uppáhalds Birna V. verður maður leiksins og Keflavík sigrar 78-57 ! Áfram Young Guns Kef City!

Skallagrímur – Snæfell

Hérna er alvöru leikur! Stórleikur undanúrslitanna það fer ekki á milli mála! Trúi því að þessi leikur fari í framlengingu þar sem Skallagrímur klárar þetta 69-65. Sorry Ingi Þór en spá mín hefði hugsanlega breyst ef Pálína væri að spila með Snæfell.

Valur – KR

Ef Finnur Freyr Stefánsson og „lærisveinar“ mæta afslappaðir og alltof cocky í þennan leik eins og í marga leiki í vetur þá gæti þessi leikur orðið áhugaverður. Hvað þá ef herra KR, Jón Arnór og sidekickið hans Pavel ætla að gefa boltann of mikið. En ef allt er eðlilegt hjá KR þá eiga þeir að vinna með 30-40 stigum! Annars vil ég sjá stórleik frá Sigga Þorvalds og kappinn í starting 5! Reykjavíkurstoltið, sanna Stórveldið sigrar 75-107.

Þór Þ. – Grindavík

Viðurkenni að það væri gaman að fá eitt Suðurnesjalið í úrslitaleikinn karlamegin, en til þess þurfa Grindvíkingar að vera ON sem ég sé alls ekki gerast því miður. Þórsarar taka þennan leik á lokasekúndunum 89-86 og Grétar Ingi Erlendsson verður hetjan!

Maltbikarinn – Hörður Unnsteinsson
Maltbikarinn – Sævar Sævarsson
Maltbikarinn – Karl West Karlsson