Njarðvík komst upp fyrir Keflavík í sjöunda sæti Dominos deildar karla eftir góðan sigur á Skallagrím í Borgarnesi í kvöld. Leikurinn var mjög jafn og réðst á áhlaupi Njarðvíkur á lokamínútunum. 

 

Skallagrímur var sterkari á upphafsmínútunum og komst í 9-0 en Njarðvík fylgdi fast á eftir. Eftir það var leikurinn jafn og skiptust liðin á forystunni. Gestirnir leiddu 52-43 í hálfleik og virtist Njarðvík vera að ná góðri forystu. 

 

Tíu stig í röð frá Skallagrím í fjórða leikhluta kom þeim yfir 82-80 í fyrsta skipti í seinni hálfleik en eftirfylgdin eftir áhlaupinu var engin. Njarðvík seig framúr með risa þriggja stiga körfum og baráttu og hafði að lokum sigur 91-100 í Borgarnesi. 

 

Njarðvík hefur unnið fjóra leiki í röð og hafa kvatt fallbarátuna sem þeir voru í yfir hátíðarnar. Liðið lítur mun betur út og virðist liðið í mun meira jafnvægi. Jeremy Atkinsson var frábær fyrir Njarðvík í kvöld með 35 stig og 9 fráköst, auk þess munaði mikið um innkomu Jóhanns Árna í kvöld. 

 

Skallagrímur hefur ekki unnið leik frá sigrinum gegn Haukum í byrjun árs. Sigri Haukar á morgun er veruleikinn sá að Skallagrímur fer í fallsæti. Eftir frábæra byrjun vantar nokkuð uppá og frábæri varnarleikur liðsins horfinn á braut, því til sönnunar fékk liðið 100 stig á sig í annað skipti í röð á heimavelli. Skallagrímur á erfiða dagskrá framundan og ljóst að baráttan um fall verður hörð. 

 

Tölfræði leiksins

 

Myndasafn leiksins

 

Skallagrímur-Njar?vík 91-100 (25-28, 18-24, 23-24, 25-24)

Skallagrímur: Flenard Whitfield 32/21 fráköst/5 sto?sendingar, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 22/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 16/5 sto?sendingar, Magnús Þór Gunnarsson 15, Darrell Flake 4/5 fráköst/6 sto?sendingar, Kristján Örn Ómarsson 2, Daví? Gu?mundsson 0, Bjarni Gu?mann Jónson 0, Kristófer Gíslason 0, Hjalti Ásberg ?orleifsson 0, Arnar Smári Bjarnason 0, Daví? Ásgeirsson 0. 

Njar?vík: Jeremy Martez Atkinson 34/9 fráköst, Logi  Gunnarsson 16/6 sto?sendingar, Björn Kristjánsson 14/5 fráköst/8 sto?sendingar, Johann Arni Olafsson 14/10 fráköst/5 sto?sendingar, Myron Dempsey 12/7 fráköst, Vilhjálmur Theodór Jónsson 5/5 fráköst, Jón Arnór Sverrisson 5/4 fráköst, Gunnlaugur Sveinn Hafsteinsson 0, Adam Ei?ur Ásgeirsson 0, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Elvar Ingi Róbertsson 0, Jón Sverrisson 0. 

 

Mynd / Gunnlaugur Auðunn Júlíusson