Fimm leikir eru á dagskrá í efstu tveim deildum körfuboltans í dag. Einn í Dominos deild karla og fjórir í 1. deildum karla og kvenna.
KR getur hefnt ófaranna frá því fyrr í vetur er Njarðvík sótti sigur í DHL höllina eftirminnilega. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og bæði lið betur slípaðri en þá. Liðin hafa háð stórgóðar viðureignir í undanúrslitum íslandsmótsins síðustu tvö ár og því við gríðarlegri baráttu og skemmtun að búast.
Í 1. deild karla mæta Fjölnismenn Breiðablik í Dalhúsum en félögin eru bæði í efri hluta töflunnar. Því er um mikilvægan leik að ræða. Sömu félög mætast einnig í 1. deild kvenna síðar í kvöld en sjá leikur fer fram í Smáranum en Blikar eru í gríðarlegri toppbaráttu á meðan Fjölniskonur eru enn að leita að sínum fyrsta sigri.
Spáð er gríðarlegu óveðri á sunnan-og vestanverðu landinu eftir hádegi í dag og því einhverjar líkur á að dagskrá dagsins gæti raskast á einhvern hátt en engar upplýsingar liggja fyrir um það að svo stöddu.
Leiki dagsins má finna hér að neðan:
Dominos deild karla:
Njarðvík – KR kl 20:00 (Í beinni á Stöð 2 sport)
1. deild karla:
Fjölnir – Breiðablik kl 18:30 (Í beinni á Fjolnir.is)
ÍA – Vestri kl 19:15 (Í beinni á ÍA TV)
Hamar – Ármann kl 19:15
1. deild kvenna:
Breiðablik – Fjölnir kl 20:00