Fjórir leikir fóru fram í Dominos deild karla í kvöld. Á Sauðárkróki sigraði Tindastóll lið Keflavíkur í leik sem að var spennandi allt þangað til að erlendur leikmaður gestanna, Amin Stevens, var flautaður út úr leiknum. Í Grindavík fóru heimamenn nokkuð létt með ÍR í leik þar sem að þeir leiddu í 39 mínútur og 40 sekúndur af 40 mögulegum. Spennan var öllu meiri í Borgarnesi þar sem að heimamenn í Skallagrím tóku á móti Njarðvík. Njarðvík leiddi mest allan leikinn, en í lokafjórðungnum hleyptu þeir heimamönnum ansi nálægt sér áður en að þeir stigu á bensíngjöfina aftur og kláruðu með sigri.

 

Þá sigraði Stjarnan Snæfell í leik sem að byrjaði 30 mínútum seinna en hinir leikirnir þar sem að rúta gestanna bilaði á leið þeirra í bæinn fyrir leik.

 

Í fyrstu deildinni voru leikirnir eitthvað minna jafnir og spennandi. Þar sem að topplið Hattar sigraði FSu með 21 stigi, 94-73 á Egilstöðum og Hamar fór með 38 stiga sigur af hólmi gegn ÍA á Akranesi, 59-97.

 

 

Staðan í Dominos deildinni

Staðan í 1. deildinni

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild karla:

 

Skallagrímur 91 – 100 Njarðvík