Það blæs ekki vel hjá Gunnari Ólafssyni og félögum í St. Francis Brooklyn um þessar mundir en í nótt tapaði háskólaliðið sínum níunda leik í röð þegar nafnar þeirra í St. Francis University höfðu 61-78 sigur í viðureign liðanna.

Gunnar kom inn af bekknum í nótt með 7 stig og 10 fráköst en stigahæstur í St. Francis Brooklyn var Gianni Ford með 10 stig. Gunnar hefur verið með 5,1 stig og 5,3 fráköst að meðaltali í leik í vetur en St. Francis Brooklyn er í neðsta sæti NEC-riðilsins með 2 sigra og 9 tapleiki eins og Central Connecticut skólinn.