Vestri varð í dag bikarmeistari í 9. flokk drengja er liðið lagði Val í frábærum úrslitaleik í Maltbikarkeppninni. Vestri vann þar með fyrsta bikar frá stofnun félagsins síðasta sumar. 

 

Yngvi Gunnlaugsson héld frábæra ræðu eftir leik fyrir liðið áður en ósvikinn og verðskulduð fagnaðarlæti brutust út meðal leikmannna. Þetta er fyrsti bikar Ísafjarðar í körfubolta frá árinu 1967 þegar 2. flokkur kvenna varð íslandsmeistari. 

 

Ræðu Yngva og fagnaðarlæti Vestra má sjá hér á neðan en Facebook síðan Körfubolti á Ísafirði og nágrenni deildi þessu skemmtilega myndbandi.