Nigel Moore hinn magnaði erlendi leikmaður sem lék með ÍR og Njarðvíkingum er margt annað til listana lagt en að stunda körfuknattleik. Á vellinum var hann ansi sleipur en á núliðinni helgi sýndi kappinn á sér sparihliðarnar þegar hann tók þátt í Voice þættinum í Finlandi.  Nigel er nefninlega frambærilegur söngvari einnig og það sýndi hann þegar hann tók lagið "Talking to the moon" sem að Bruno Mars söng svo eftirminnilega.  Nigel býr og spilar enn í Finnland og honum til halds og trausts var félagi hans og fyrrum leikmaður Njarðvíkinga, Jeb Ivey og fjölskylda.  

 

Flutninginn má sjá með því að smella hér.