Snæfellsstúlkur fengu Grindavíkurstúlkur í heimsókn án erlends leikmann en með nýjan kaftein í brúnna en Páll Axel Vilbergsson er kominn við stýrið.

 

Þáttaskil og hnotskurnin fræga

Grindavíkurstúlkur sem stendur í neðsta sæti deildarinnar veittu Snæfelli keppni í fyrsta leikhluta og voru að hanga inni í leiknum en undir lok hans var staðan 20-13 fyrir Snæfell og þar má segja að skilið hafi að en þegar maður heldur slíkt þá í stöðunni 35-18 setja Grindavíkingar þrjá þrista og með Ingunni Emblu fremsta og minnka muninn í 35-27, Ingunn bætti við enn einum, spjaldið ofan í, 2 metrum fyrir aftan línu áður en í hálfleik var haldið. Staðan 42-30. Í upphafi þriðja fjórðung tóku Snæfell öll völd í leiknum, tóku 7-0 kafla og voru komnar í 73-46 þegar leikhlutanum lauk. Lítið markvert gerðist í fjórða leikhluta nema að Snæfell áttu í engum erfiðleikum með leikinn og sigruðu 90-59.

 

Hetjan

Gunnhlidur Gunnarsdóttir var hetja leiksins en hún endaði með 24 stig, 4 fráköstog 3 stolna bolta. Aaryn Ellenberg var reyndar komin með 26 stig eftir þrjá leikhluta en fær bita.

 

Tölurnar

Snæfell höfðu yfirburði á flestum sviðum leiksins en 42% nýting á móti 24% Grindavíkur sagði sína sögu í fyrri hálfleik. Snæfell endaði með 53 fráköst gegn 30 Grindavíkur og það þarf ekki að rýna í frekari tölur til þess að sjá yfirburði Snæfells. Áðurnefndar Aaryn og Gunnhildur voru stigahæstar Snæfells en í liði Grindavíkur voru Ingunn Embla og María Ben fremstar í flokki með 17 stig hvor.

 

Tölfræði leiks

 

 

Umfjöllun / Símon B Hjaltalín