Marvin Valdimarsson leikmaður Stjörnunnar var rekinn af leikvelli í gærkvöldi eftir samskipti sín við dómara leiksins. Hann sagði við Morgunblaðið eftir leik að honum fyndist dómgæslan hafa farið aftur á síðustu árum.
„Mér finnst þetta hafa breyst mjög mikið. Ég er búinn að spila einhver 16-17 ár í meistaraflokki og mér finnst dómgæslunni hafa farið aftur á síðustu árum. Ég veit ekki hver ástæðan er. Mér finnst oft að verið sé að kæfa ástríðuna, og leikmenn fái ekki að tjá sig. Auðvitað á ekki að leyfa leikmönnum að rífa kjaft og vera með einhver hortugheit, en að maður megi ekki kalla eftir útskýringum lengur það skil ég ekki“
Fréttina má lesa í heild sinni á mbl.is