Skallagrímur

 

 

Í þriðja skiptið í sögu kvennakörfuboltans er Skallagrímur komið í undanúrslit í bikarkeppninni. Síðast árið 2009 og þar á undan 1998. Bæði árin var liðið nokkuð óvænt svo langt og töpuðust leikirnir ansi stórt. Annað er uppi á teningnum núna, liðið er efst í Dominos deild kvenna og hefur unnið níu leiki í röð.

 

Nú er tækifæri fyrir Skallagrím að komast í úrslitaleikinn í fyrsta skiptið og gera atlögu að fyrsta stóra titli félagsins frá 1964. Þrátt fyrir reynsluleysi félagsins í bikarkeppninni býr mikil reynsla í leikmannahópnum og hafa þær Sigrún og Guðrún Ámundadætur til að mynda unnið sjö bikarmeistaratitla samanlagt. Framundan er fyrsti vesturlandsslagurinn sem er svo seint í bikarkeppninni og ljóst að framundan er hörkubarátta. Barátta þjálfaranna verður einnig áhugaverð því Manuel Rodriquez hefur heldur betur sýnt að hann er engin auðkvisi þegar kemur að íþróttinni. 

 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Snæfell miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20:00

Síðasti leikur þessara liða: 67-80 sigur þann 11. janúar síðastliðinn

Viðureign í 8 liða úrslitum: 78-42 sigur á KR 

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

Síðasti bikarmeistaratitill: enginn

 

Viðtöl

 

Manuel Angel Rodriquez:

 

 

Guðrún Ósk Ámundadóttir: