Framundan í vikunni og um helgina er Maltbikarhelgin 2017 þar sem úrslitaleikir í bikarkeppni KKÍ, Maltbikarnum, verða háðir í Laugardalshöll. Glæsileg umgjörð verður í Höllinni frá miðvikudegi til sunnudags þar sem verður leikið við bestu aðstæður í öllum flokkum. 8 leikir verða í beinni á RÚV og verða 5 yngri flokka leikir allir sýndir beint á ruv.is á netinu.
Miðasala á alla leiki meistaraflokkanna fer fram á tix.is hérna en selt er inn á hvern leik fyrir sig (húsið rýmt milli leikja í undanúrslitum og úrslitum).
Dagskráin:
Miðvikudagur 8. febrúar
kl. 17.00 Undanúrslit kvenna · Keflavík-Haukar RÚV
kl. 20.00 Undanúrslit kvenna · Skallagrímur-Snæfell RÚV2
Fimmtudagur 9. febrúar
kl. 17.00 Undanúrslit karla · Valur-KR RÚV
kl. 20.00 Undanúrslit karla · Þór Þ.-Grindavík RÚV2
Föstudagur 10. febrúar
kl. 18.00 10. flokkur stúlkna ruv.is – Njarðvík-Keflavík
kl. 20.00 Drengjaflokkur ruv.is – KR-Stjarnan
Laugardagur 11. febrúar
kl. 13:30 · Úrslitaleikur kvenna RÚV
kl. 16:30 · Úrslitaleikur karla RÚV
Sunnudagur 12. febrúar
kl. 09:45 · 9. flokkur drengja ruv.is Valur – Vestri
kl. 11:45 · 10. flokkur drengja ruv.is Stjarnan-Þór Akureyri
kl. 13:45 · Unglingaflokkur kvenna RÚV Keflavík-Haukar
kl. 16:00 · Unglingaflokkur karla RÚV KR-Tindastóll
kl. 18:15 · 9. flokkur stúlkna ruv.is Grindavík-Keflavík
#maltbikarinn