Haukur Helgi Pálsson leikmaður Rouen Metropole í Frakklandi er leikmaður vikunnar hjá liðinu og var því í ítarlegu viðtali á facebook síðu félagsins. Þar fer hann hratt yfir feril sinn, hann talar meðal annars eftirminnilegasta leik ferilsins, árin í Bandaríkjunum og fleira. 

 

Eins og yfirleitt þegar viðtöl eru tekin við íslendinga erlendis eru víkingar tengdir við og kemur aðeins inná það í þessu mndbandi. Einnig ræðir Haukur væntingarnar til Eurobasket sem hann segir að eigi að vera háar. Að lokum segir hann frá því að Ian Mahinmi hafi haft samband við sig en Mahinmi er einmitt frá Rouen og gæti því leikið gegn Hauki í sumar á Eurobasket. Frakkland er einmitt mótherjar Íslenska liðsins á mótinu. 

 

Viðtalið er stórskemmtilegt og spreytir Haukur sig einnig á frönskunni undir lok þess. Það má sjá í fullri lengd hér að neðan: