Fólk hefur gjarnan skoðanir á þeim einstaklingum sem taka að sér að lýsa kappleikjum. Oft er mikið undir í skemmtilegum og flottum leikjum og þá verður upplifunin jafnvel enn betri þegar leiklýsingin er í traustum höndum. 

 

Síðustu misseri hefur körfuboltaþjálfarinn Ágúst Sigurður Björgvinsson lýst þeim ófáum leikjunum, aðallega í Domino´s-deild kvenna þar sem hann er öllum hnútum kunnur en hann hefur einnig tekið að sér nokkra karlaleiki. 

Þó Ágúst sé reyndur þjálfari og sigursæll í þokkabót er enginn samnefnari á milli þess að viðkomandi sé góður þulur að miðla leik til hundruða eða þúsunda heim í stofu. Það geta allir haft skoðun á þessari iðju en fæstir myndu halda almennilega út einir í fullar 40 mínútur og gera það vel úr hendi.

Ágúst hefur bæði verið fræðandi og skemmtilegur í sínum nálgunum og fagnaðarefni fyrir körfuknattleiksunnendur að enn fjölgi í flóru þrælgóðra lýsenda. Hann hefur stokkið nokkuð vel mótaður inn í þessar lýsingar og gerir hlutina með sínu nefi. Vel gert Gústi.

Hefur þessi maður nú verið mærður.

nonni@karfan.is