Lykilleikmaður 18. umferðar Dominos deildar karla er leikmaður Tindastóls, Viðar Ágústsson. Í góðum sigri hans manna á Stjörnunni heima í Síkinu var Viðar einstaklega skilvirkur, skoraði 22 stig, þar af 6 þrista og tók 3 fráköst á þeim 27 mínútum sem hann spilaði.

 

Aðrir tilnefndir voru leimaður Keflavíkur, Amin Stevens, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík, leikmaður Njarðvíkur, Logi Gunnarsson, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum og leikmaður Skallagríms, Magnús Þór Gunnarsson, fyrir frammistöðu sína gegn Snæfelli.