Lykilleikmaður 17. umferðar Dominos deildar karla er leikmaður Þórs frá Akureyri, Tryggvi Snær Hlinason. Tryggvi var einstaklega skilvirkur í góðum sigri sinna manna á toppliði KR, skoraði 16 stig á 88% skotnýtingu, tók 12 fráköst og varði 2 skot á þeim 30 mínútum sem hann spilaði í leiknum.

 

Aðrir tilnefndir voru leikmaður Tindastóls, Antonio Hester, fyrir frammistöðu sína gegn Snæfell, leikmaður Keflavíkur, Amin Stevens, fyrir frammistöðu sína gegn Skallagrím og leikmaður ÍR, Matthías Orri Sigurðarson, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum.