Lykilleikmaður 21. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Njarðvíkur, Carmen Tyson-Thomas. Í 61-66 sigri hennar kvenna á Haukum í Hafnarfirði skoraði Carmen 38 stig, tók 22 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þetta er í 6. skiptið í vetur sem að Carmen er lykilleikmaður umferðarinnar.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Mia Loyd, fyrir frammistöðu sína gegn Skallagrím, leikmaður Stjörnunnar, Dani Rodriguez, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík og leikmaður Snæfells, Aaryn Ellenberg-Wiley, fyrir frammistöðu sína gegn Keflavík.