Lykilleikmaður 19. umferðar Dominos deildar kvenna er leikmaður Keflavíkur, Birna Valgerður Benónýsdóttir. Í góðum sigri hennar kvenna á Njarðvík skoraði Birna 20 stig (70% skotnýting), tók 2 fráköst, gaf 3 stoðsendingar og varði 4 skot. Sem er merkilegt fyrir margar sakir, kannski helsta þá að Birna spilaði aðeins 20 mínútur í leiknum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Skallagríms, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum, leikmaður Snæfells, Aaryn Ellenberg-Wiley, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni og leikmaður Vals, Mia Loyd, fyrir frammistöðu sína gegn Grindavík.