Lykilleikmaður 23. umferðar Dominos deildar kvenna var leikmaður Keflavíkur, Birna Valgerður Benónýsdóttir. Í frekar auðveldum sigri hennar kvenna á Grindavík skoraði Birna 16 stig, tók 8 fráköst, stal 4 boltum og varði 3 skot. Það sem er kannski merkilegast við þá frammistöðu er að Birna spilaði aðeins 19 mínútur í leiknum.

 

Aðrar tilnefndar voru leikmaður Vals, Mia Loyd, fyrir frammistöðu sína gegn Haukum, leikmaður Skallagríms, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Stjörnunni og leikmaður Snæfells, Berglind Gunnarsdóttir, fyrir frammistöðu sína gegn Njarðvík.