Lovísa Björt Henningsdóttir og stöllur í Marist háskólanum unnu góðan 70-59 sigur á Siena í nótt. Lovísa átti afbragðs leik í liði Marist með 17 stig og 6 fráköst á 29 mínútum. 

Sigurinn í nótt var annar sigurleikurinn í röð hjá kvennaliði Marist sem nú er í 6. sæti MAAC riðilsins með 7 sigra og 5 tapleiki í riðlinum sínum. Sigurinn var sterkur í nótt því Siena er í 4. sæti riðilsins.