Skrifstofur NBA liðanna vinna á yfirsnúningi síðustu daga leikmannaskiptagluggans og geta hlutirnir oft orðið mjög ruglandi, hér að neðan má finna öll leikmannaskiptin sem urðu á síðustu dögum gluggans. Skiptunum er raðað í miklivægisröð og verður gefin einkunn frá 1 og upp í 10. Einkunnagjöfin er algerlega byggð á huglægu mati undirritaðs.

 

Helstu leikmannaskiptin

 

New Orleans Pelicans fá: DeMarcus Cousins og Omri Casspi
Sacramento Kings fá: Buddy Hield, Tyreke Evans, Langston Galoway, valrétt í 1. umferð 2017 og valrétt í 2. umferð 2017

Einkunnir:
New Orleans Pelicans: 9
Sacramento Kings: 3

Það er alveg sama hvernig maður snýr þessum skiptum, Pelicans vinna þessi skipti frekar sannfærandi. Menn eru enn að reyna að átta sig á því hvers vegna Kings biðu ekki aðeins lengur til þess að fá betri leikmenn og valrétti út úr þessu. Buddy Hield er 23gja ára nýliði sem hefur ekki alveg fundið sig, Evans er búinn að vera meiddur í 4 ár og Langston Galloway er ekki að fara að spila neitt af viti.

 

 

Houston Rockets fá: Sweet Lou Williams
Los Angeles Lakers fá: Corey Brewer og valrétt í 1. Umferð 2017

Einkunnir:
Houston Rockets: 7
Los Angeles Lakers: 5

Þessi skipti eru talsvert sanngjörn, Samningurinn hans Corey Brewer rennur út þarnæsta sumar og gefur Lakers meiri sveigjanleika fjárhagslega. Fyrir Rockets virkar þetta líka vel, valrétturinn verður líklega á bilinu 24-27 og Lou Williams er klár uppfærsla yfir Corey Brewer.

 

 

Oklahoma City Thunder fá: Taj Gibson, Doug McDermott og valrétt í 2. Umferð 2018
Chicago Bulls fá: Cameron Payne, Anthony Morrow og Joffrey Lauvergne

Einkunnir:
Oklahoma City Thunder: 7
Chicago Bulls: 2

Ég skil ekkert hvað Chicago Bulls eru að hugsa hérna, gefa frá sér 2 bestu leikmennina í þessum skiptum og valrétt. Ef þeir hafa rétt fyrir sér og Cameron Payne verður leikstjórandi framtíðarinnar í Chicago þá snæði ég hattinn minn. OKC fá þarna skyttu og góðan stóran mann fyrir lítið, vel gert.

 

 

Dallas Mavericks fá: Nerlens Noel
Philadelphia 76ers fá: Andrew Bogut, Justin Anderson og valrétt í 1. Umferð 2017(varinn frá 1-18)

Einkunnir:
Dallas Mavericks: 8
Philadelphia 76ers: 5

Dallas fá þarna mikinn íþróttamann til þess að manna miðjuna hjá sér og ekki veitti af, þeir senda frá sér Andrew Bogut, sem hefur ekki verið að skila miklu til þeirra hingað til og Justin Anderson sem er ágætis ungur leikmaður. Valrétturinn er svo varinn þannig að hann skilar líklega ekki frábærum leikmanni. Philadelphia mun losa sig við Bogut strax til þess að skapa sér sveigjanleika fyrir komandi sumar.

 

 

Washington Wizards fá: Bojan Bogdanovic og Chris McCullough
Brooklyn Nets fá: Andrew Nicholson, Marcus Thornton og valrétt í 1stu umferð 2017 (varinn framyfir lottóið)

Einkunnir:
Washington Wizards: 6
Brooklyn Nets: 5

Brooklyn fær valrétt í 1stu umferð á næsta ári sem er það sem þeir vildu fá í þessum skiptum, þér gleypa samningin hans Andrew Nicholson í 3 ár til þess. Bojan Bogdanovic er svo besti leikmaðurinn í skiptunum, hávaxin skytta sem getur frákastað ágætlega. Samningurinn hans rennur svo út í sumar, það er gott fyrir Washington sem geta jafnað öll boð.

 

 

Toronto Raptors fá: PJ Tucker
Phoenix Suns fá: Jared Sullinger og 2 valrétti í 2. Umferð (2017 og 2018)

Einkunnir:
Toronto Raptors: 7
Phoenix Suns: 6

Virkilega fín skipti fyrir Raptors, fá þarna góðann varnarmann á vænginn sem getur sett þrista. Í staðinn fer Sullinger, sem er fínn leikmaður en var orðin óþarfur eftir komu Serge Ibaka fyrr í mánuðinum. Phoenix Suns fá svo akkúrat það út úr skiptunum sem þeir vilja, samning sem rennur út í sumar.

 

 

Öll önnur skipti síðustu vikuna fyrir lok gluggans
 

Phoenix Suns fá: Mike Scott
Atlanta Hawks fá: Reiðufé

 

Los Angeles Lakers: Tyler Ennis
Houston Rockets : Marcelo Huertas

 

Denver Nuggets fá: Roy Hibbert
Milwaukee Bucks fá: valrétt í 2. Umferð 2017

 

Brooklyn Nets fá: KJ McDaniels
Houston Rockets fá: Reiðufé

 

Atlanta Hawks fá: Ersan Ilyasova
Philadelphia 76ers fá: Tiago Splitter, valrétt í 2. Umferð 2017