Furman Paladins unnu sinn tíunda leik í röð aðfaranótt fimmtudaga er liðið vann Vestur Karólínu skólann 74-62. Kristófer Acox heldur áfram að gera frábæra hluti með Furman en hann endaði með 18 stig og 14 fráköst í leiknum eða tvennu.
Tvennan var sú áttunda á tímabilinu hjá Kristófer en hann er nú með 13 stig og 7,5 fráköst að meðaltali í 28 leikum. Gjörsamlega mögnuð tölfræði hjá Kristófer sem er að eiga frábært útskriftartímabil með Furman.
Furman vann þar með sinn tíunda leik í röð og fimmta útileikinn í röð sem er lengsta sigurganga liðsins á útivelli frá árinu 1930. Furman mætir UNC Greensboro á laugardaginn en liðin mættust fyrir þremur vikum og þá höfðu Kristófer og félagar sigur 73-67 þar sem Kristófer var einmitt með tvennu.
Final from Cullowhee! See you in Timmons Arena on Saturday! #soconhoops pic.twitter.com/xNHU436GVC
— Furman Basketball (@FurmanHoops) February 16, 2017
Mynd / Furmanpaladins.com