Kristófer Acox fór mikinn í nótt þegar Furmann hafði 78-69 sigur á Wofford í lokaleik deildarkeppninnar í Southern Conference riðlakeppninni í bandaríska háskólaboltanum. Kristófer setti persónulegt stigamet með 25 stig í leiknum og var 12-14 í teigskotum! Kristófer var einnig með 6 fráköst, 2 stoðsendingar, 1 varið skot og 1 stolinn bolta!

Svokallað „senior-night“ var í gær hjá Furman-skólanum en fjölskylda Kristófer var mætt á leikinn og tíðkast það að fjölskyldumeðlimir mæta út á gólf fyrir leik og var Kristófer að viðstaddri fjölskyldu sinni færður þakklætisvottur frá skólanum sem var búningur hans innrammaður.

Enn er ein umferð eftir í SoCon-riðlinum en Furman er í 2. sæti eins og sakir standa, fjórir leikir fara fram á aðfararnótt þriðjudags og þá ræðst endanlega hvernig úrslitakeppni riðilsins verður en hún hefst 3. mars og lýkur 6. mars og verður leikin í Asheville. Ljóst er að Furman mun líta til Kristófers að eiga bestu leiki ævi sinnar til þessa til að freista þessa að hafa sigur í SoCon riðlinum og reyna við March-Madness 64 liða úrslit NCAA háskóladeildarinnar.

Helstu tilþrif leiksins
 

Myndasafn úr leiknum

Myndir/ furmanpaladins.com – Kristófer og þjálfari Furman í góðum gír – neðri mynd er af Kristófer ásamt fjölskyldu sinni fyrir leik að þiggja þakklætisvott frá Furman-háskólanum.