KR er handhafi bikarmeistaratitilsins í drengja, unglinga og meistaraflokki eftir frækin sigur á Tindastól í úrslitaleik unglingaflokks í dag. Til að gera langa sögu stutta hafði KR yfirburði í leiknum og unnu sannfærandi sigur 111-73.
Umfjöllun um helstu atriði leiksins má finna hér að neðan:
Gangur leiksins
Sauðkrækingar fóru frábærlega af stað og hittu gríðarlega vel úr opnum skotum sem þeir bjuggu til. KR náði þó að koma sér inní leikinn og leiða með einu stigi eftir síðasta leikhluta. KR vélin hrökk þá í gang og stakk af í öðrum leikhluta. Sigvaldi Eggertsson átti ævintýralega innkomu af bekknum þegar hann setti 22 stig á tíu mínútum og þar af fjórar þriggja stiga körfur í jafn mörgum tilraunum.
KR lék frábærlega í dag og ekki að sjá að einhverjir leikmenn liðsins hefðu leikið þrjá úrslitaleiki um helgina. Leikmenn fundu alltaf opin skot og þvinguðu leikmenn Tindastóls útúr sínum leikplani sóknarlega. Magnaður fjórði leikhluti gekk svo endanlega frá leiknum er liðið skoraði 27 stig gegn eingöngu 9 hjá Tindastól og 38 stiga sigur staðreynd.
Tölfræðin lýgur ekki
Eins og stigataflan gefur til kynna var mikill munur á liðunum á öllum sviðum leiksins. Skotnýting KR var mun betri í leiknum og meðan annar 44% fyrir aftan þriggja stiga línuna í 36 skotum. KR spilaði mikinn liðsbolta og gekk boltinn frábærlega á milli manna sem skapar 34 stoðsendingar.
Hetjan
Gríðarleg liðsheild er í KR liðinu og hlutverkaskipan ansi ljós. Það er þó ósanngjarnt að sleppa því að nefna Þóri Guðmund Þorbjarnarson sem var frábær í dag. Hann var kominn með þrennu strax í þriðja leikhluta og enaði með 22 stig, 15 fráköst og 12 stoðsendingar. Auk þess er vert að nefna Sigvalda Eggertsson sem hefur lyft bikarmeistaratitli þrjá daga í röð. Hann átti góða innkomu, kveikti í netinu og er með magnað auga fyrir spili. Verður ansi hreint fróðlegt að fylgjast með honum í framtíðinni.
Kjarninn
KR spilaði nánast fullkominn leik sóknarlega þar sem ósérhlífni og liðsspil var í aðalhlutverki. Ljóst er að KR er að framleiða sterka leikmenn á færibandi og því er erfitt að sjá fram á endann á þessari sigurgöngu félagsins. Þrátt fyrir yfirburðarleikmenn í liðinu léku allir fyrir hvorn annan og eru vel að þessum bikarmeistaratitli komnir.
Myndasafn #1 (Davíð Eldur)
Myndasafn #2 (Bára Dröfn)