Íslenska landsliðið mun leika á Eurobasket í Finnlandi þetta árið en mótið fer fram í Finnlandi í byrjun september. Þrátt fyrir að formlegur undirbúningur liðsins sé ekki hafinn þá er KKÍ og þjálfarar farnir að undirbúa sumarið fyrir mótið.

 

Eins og venjan er þá leika liðin nokkurt magn af æfingaleikjum fyrir álíka mót og er Ísland engin undantekning á því. Craig Pedersen landsliðsþjálfari Íslands er gestur Podcasts Karfan.is þessa vikuna og segir þar frá komandi sumri og undirbúningi landsliðsins. 

 

Craig sagðist vera ánægður með að flestir æfingaleikir liðsins í sumar væru komnir á hreint. Liðið spila gegn Rússlandi og Litháen á útivelli. Litháen er í fimmta sæti á styrkleikalista FIBA þessa stundina og á að baki þrenn bronsverðlaun á Ólympíuleikum auk þriggja gullverðlauna á Eurobasket. Rússneska liðið er einnig ógnarsterkt og verður gaman að sjá íslenska liðið spreita sig gegn bestu körfuboltaþjóðum heimsins. 

 

Einnig mæta Belgar í Laugardalshöllina og leika æfingarleik en löndin voru saman í riðli í undankeppni fyrir Eurobasket og unnu þá sitthvoran leikinn, á sínum heimavelli. 

 

Það sem meira er þurfti KKÍ að neita boði spænska körfuknattleikssambandsins um æfingarleik næsta sumar. Boðið mun hafa borist fyrir stuttu og þá hafi liðið hreinlega verið búið að staðfesta annan leik á sama tíma. Þetta staðfesti Craig Pedersen í podcasti vikunnar. Spánverjar eru ríkjandi evrópumeistarar og í öðru sæti á heimslistanum á eftir bandaríkjamönnum. 

 

Craig sagði það mikinn heiður að svo stór körfuboltaþjóð sóttist eftir æfingarleik við Íslenska liðið og klárlega ekki verið vaninn hér. Þetta og margt fleira um landsliðið, eurobasket og framtíð íslensks körfubolta má finna í podcasti Karfan.is sem fer í loftið þriðjudaginn 14. febrúar næstkomandi. 

 

Þeir sem vilja svala podcast-þorstanum þangað til geta hlustað á síðustu podcöst Karfan.is hér. Podcastið kemur út vikulega og er í umsjón rítstjóra Karfan.is Ólafs Þórs Jónssonar og Davíð Elds.