FIBA Europe hefur nú lagt lokahönd á keppnisdagskrá EuroBasket 2017 sem fram fer í fjórum löndum, Finnlandi, Ísrael, Rúmeníu og Tyrklandi. Leiktímar eru komnir endanlega á hreint en fyrsti leikur keppninnar er viðureign Slóveníu og Póllands kl. 13:45 að staðartíma í Finnlandi þann 31. ágúst næstkomandi.

Riðlakeppninni lýkur 7. september þar sem fjögur efstu lið hvers riðils halda áfram til Tyrklands í lokakeppninna sem fram fer í Sinan Erdem Arena og hefst 9. september. Úrslitaleikurinn sjálfur er þann 17. september kl. 20:30 að staðartíma í Tyrklandi. 

Leikir Íslands á mótinu í A-riðli í Finnlandi

31. ágúst kl. 16.30 Ísland – Grikkland
1. september – hvíld
2. september – 13.45 Ísland – Pólland
3. september – 13.45 Ísland – Frakkland
4. september – hvíld
5. september – 13.45 Ísland – Slóvenía
6. september – 20.45 Finnland – Ísland 

Hér má sjá heildarkeppnisdagskrá EuroBasket 2017