Í kvöld fór fram heil umferð í Dominos deild kvenna. Þrjú efstu lið deildarinnar, Skallagrímur, Keflavík og Snæfell unnu öll sína leiki. Staðan við topp deildarinnar er því óbreytt þar sem að Skallagrímur er enn í efsta sætinu á meðan að Keflavík og Snæfell deila enn 2.-3. sætinu, einum sigurleik fátækari.

 

Þá vann lið Vals Grindavík og eru þær því eftir leikinn búnar að minnka forskot Stjörnunnar í 4. og síðasta sæti úrslitakeppninnar niður í 4 stig.

 

Staðan í deildinni

 

 

Úrslit kvöldsins

 

Dominos deild kvenna:

Grindavík 64 – 92 Valur

Keflavík 84 – 55 Njarðvík

Stjarnan 54 – 71 Snæfell

Haukar 55 – 61 Skallagrímur