Kári Jónsson var stigahæstur í sigri drekanna frá Drexel í gærkvöldi í Bandríska háskólaboltanum. Lokastaðan var 79-61 gegn William og Mary en Kári var með 23 stig í leiknum.  

 

Hann var gjörsamlega á eldi fyrir utan þriggja stiga línuna þetta kvöldið og hitti sex þriggja stiga skotum í 12 tilraunum á 35 mínútum. Twitter síða Drexel er mjög hrifin af Kára og reynir mikið að nota íslensku í tvítum sínum með mistjöfnum árangri. Þetta var fyrsti sigur Drexel í fimm leikjum en 23 stig eru tvem stigum frá því mesta sem Kári hefur verið með í leiknum.

 

 

Kári sem sló í gegn með Haukum í fyrra í Dominos deildinni og heldur nú uppteknum hætti í USA. Gaman verður að fylgjast með þróun leikmannsins á næstu árum en ljóst er að hann fer að banka á landsliðsdyrnar á næstunni. 

 

Myndband af þristunum hans Kára má finna hér að neðan: