Kjartan Freyr Ásmundsson er hættur sem formaður KKD Hauka og við starfanum hefur tekið Jónas Jónmundsson en þetta varð ljóst eftir aðalfund félagsins í gærkvöldi. Á Vísir.is segir Jónas að Kjartan hafi ekki gefið kost á sér til áframhaldandi starfa.

Af Vísir.is:

„Hann var búinn að gefa það í skyn að hann væri tilbúinn að víkja. Hann var búinn að nefna það. Það voru engin læti í þessu,“ segir Jónas en litlar breytingar voru gerðar á stjórninni.

Það hefur verið talsvert havarí í kringum skíðaferð þjálfara karlaliðs Hauka, Ívars Ásgrímssonar, en hann mun ekki stýra Haukum í gríðarlega mikilvægum leik á föstudaginn vegna ferðarinnar. Jónas segir að hans framboð tengist því máli ekki neitt.

Sjá fréttina í heild sinni á Vísir.is