Jón Sverrisson hefur leikið sinn síðasta leik á þessu tímabili í það minnsta en eftir samstuð í síðasta leik með Njarðvíkingum gegn Haukum féll Jón í gólfið sárþjáður.  Eftir myndatökur í dag hefur komið í ljós að kappinn með með slitið krossband og tímabili hans þar með lokið þetta tímabilið.  Jón hefur glímt við sömu meiðsli á hinu hnénu og því óhætt að segja að óheppnin í þessum efnum elti leikmanninn.  

 

Jón hefur verið að koma sér hægt og rólega í form með þeim Njarðvíkingum og hefur á undanförnum vikum verið að spila meiri og meiri rullu hjá liðinu.  Óhætt er að segja að þó svo að Jón hafi ekki verið orðin máttarstólpi í liðinu þá hafi hann verið mjög góð styrking á hóp þeirra og því eru þetta ekki góðar fréttir fyrir þá Njarðvíkinga.  Njarðvíkingar eru í þessum þétta miðjupakka deildarinnar sem slæst um sæti í úrslitakeppninni. 

 

Á Facebook-síðu Jóns ber hann sig vel þrátt fyrir þessar hörmulegu fréttir.