Jón Axel, Dagný Lísa og Gunnar Ingi voru á ferðinni í nótt með háskólaliðum sínum í Bandaríkjunum. Öll urðu þau að fella sig við ósigur og öll þrjú eiga þau bara einn leik eftir í riðlunum sínum.

Davidson 82-89 Dayton
Jón Axel Guðmundsson gerði 10 stig og tók 5 fráköst í naumu 82-89 tapi Davidson gegn Dayton háskólanum í bandaríska háskólaboltanum í nótt. Jón var sem fyrr í byrjunarliði Davidson og lék í 32 mínútur.
Með sigrinum í nótt komst Dayton á topp Atlantic 10 riðilsins en Davidson féll niður í 10. sæti riðilsins. Tveir leikir eru nú eftir í riðlinum hjá Davidson, gegn St. Bonaventure 28. febrúar og lokaleikurinn gegn Rhode Island 4. mars.

Rider University 62-41 Niagara University
Dagný Lísa Davíðsdóttir gerði 4 stig í þessu tapi Niagara en hún var einnig með 2 fráköst á 9 mínútum. Eftir tapið í nótt er Niagara í 9. sæti MAAC riðilsins en Rider í 2. sæti. Niagara á einn leik eftir í riðlinum en hann fer fram annað kvöld gegn Monmouth University.

Pfeiffer 80-62 Belmont Abbey
Gunnar Ingi Harðarson kom inn af bekknum og skilaði 21 mínútu í tapi Belmont Abbey í nótt. Gunnar gerði 3 stig og tók 2 fráköst í leiknum en Belmont Abbey á einn leik eftir í riðlinum gegn King skólanum þann 28. febrúar. Gunnar og félagar eru fyrir þennan lokaleik í 6. sæti Conference Carolinas með 10 sigra og 10 tapleiki.