Jón Axel Guðmundsson gerði 14 stig, tók 7 fráköst, gaf 1 stoðsendingu og var með einn stolinn bolta í nótt þegar Davidson-háskólinn vann góðan 75-60 sigur á Saint Josheph´s skólanum. Peyton Aldridge var stigahæstur hjá Davidson með 31 stig. Jón Axel var í byrjunarliðinu sem fyrr og lék 40 mínútur! 

Sigurinn hjá Davidson var sá þriðji í röð en næsti leikur liðsins er á heimavelli næsta föstudag þegar Davidson leikur gegn Rhode Island. Næsti leikur er mikilvægur því Davidson er í 7. sæti í Atlantic 10 riðlinum með 5 deildarsigra og 4 tapleiki en Rhode Island er með 6 sigra og 3 tapleiki í 4. sæti riðilsins en Dayton og Richmond tróna á toppi riðilsins með 7 sigra og 2 tapleiki.

Staðan í Atlantic 10