Grindavík
Grindvíkingar eru nú mættir í höllina í fimmta sinn á átta árum. Liðið á að baki fimm bikarmeistaratitla í átta tilraunum í gegnum árin. Frá árinu 1991 hefur Grindavík komist 17 sinnum í undanúrslit bikarsins, því má segja að Grindavík sé nokkurt bikarlið. Síðasti bikartitill Grindavíkur kom árið 2014 og þá var þjálfari liðsins Sverrir Þór Sverrisson sem nú þjálfar kvennalið Keflavíkur sem einnig leikur í undanúrslitum bikarsins. Lewis Clinch var einnig erlendur leikmaður liðsins það árið en nokkrir leikmenn liðsins leika enn með þeim í dag.
Jóhann Þór Ólafsson núverandi þjálfari Grindavíkur var þá aðstoðarþjálfari Sverris og þekkir því höllina ágætlega. Fyrrnefndur Lewis Clinch hefur haft hægar um sig í síðustu leikjum í deildinni en verður að stíga upp í þessum leik. Íslenski kjarninn, Óli Óla, Dagur Kár, Þorleifur, Ómar Sævars, Ingvi og hinn vanmetni Þorsteinn Finnbogason þurfa einnig að hitta á góðan dag því Grindavík er illviðráðanlegt þegar þeir keyra á öllum mótorum. Grindvíkingar láta ekki svona viðburði framhjá sér fara og klárt að stór hluti stúkunnar verður gulur í suðurstrandaslagnum.
Undanúrslitaviðureign: Gegn Þór Þ fimmtudaginn 9. febrúar kl. 20:00
Síðasti leikur þessara liða: 96-85 tap þann 6. janúar síðastliðinn
Viðureign í 8 liða úrslitum: 74-61 sigur á ÍR
Viðureign í 16 liða úrslitum: 93-86 sigur á Keflavík
Viðureign í 32 liða úrslitum: 86-82 sigur á Stjörnunni
Fjöldi bikarmeistaratitla: 5
Síðasti bikarmeistaratitill: 2014
Viðtöl
Jóhann Þór Ólafsson: