Snæfell

 

Núverandi íslands- og bikarmeistarar Snæfells er nú annað árið í röð mættar í Laugardalshöllina. Liðið hefur þrisvar áður komist í Laugardalsúrslit og þá alla leið í lokaúrslitin, sigurhlutfallið er 33% en þeirra fyrsti sigur kom á síðasta ári í úrslitaleik gegn Grindavík. Aftur á móti er þetta sjötta árið í röð sem Snæfell er í undanúrslitum bikarkeppninnar. Þar á undan hafði liðið eingöngu einu sinni áður leikið í undanúrslitum og var það árið 1982. 

 

Þetta árið er það nágrannarnir frá Borgarnesi sem eru andstæðingar liðsins. Þessu tvö lið hafa aldrei mæst undanúrslitum bikarsins og því um sögulegan vesturlandsslag að ræða. Gríðarleg reynsla býr í liðinu og ákaflega erfitt að veðja gegn Inga Þór í höllinni. Stemmningin verður eflaust gríðarleg í höllinni og ljóst að sætaferðirnar úr hólminum eru vinsælar. Mikilvægt verður fyrir Snæfell að Gunnarsdætur spili vel eins og þeim er von og vísa í Laugardalshöll, ef það gerist er ansi líklegt að Snæfell leiki aftur í höllinni á laugardaginn. 

 

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Skallagrím miðvikudaginn 8. febrúar kl. 20:00

Síðasti leikur þessara liða: 67-80 tap þann 11. janúar síðastliðinn

Viðureign í 8 liða úrslitum: 68-63 sigur á Stjörnunni

Viðureign í 16. liða úrslitum: 79-76 sigur á Val

Fjöldi bikarmeistaratitla: 1

Síðasti bikarmeistaratitill: 2016

 

Viðtöl

 

Ingi Þór Steinþórsson:

 

Gunnhildur Gunnarsdóttir: