Fjórir leikir fara fram í Dominos deild karla og einn í fyrstu deildinni. Áhugavert verður að sjá hvort að Haukar eða ÍR ætla að gera einhverja alvöru úr því að reyna að fá að vera með í úrslitakeppni þessa árs. Fyrir leikinn er ÍR í 9. sæti deildarinnar með 14 stig, en Haukar sæti neðar, í því 10. með 12 stig. Einnig verður spennandi að sjá hvort að Þór nái að halda áfram því flugi sem þeir voru komnir á nú eftir áramót í deildinni gegn Stjörnunni. Fyrir leikinn er Stjarnan í 2. sæti deildarinnar með 24 stig á meðan að Þór er í 4. með 18. 

 

Staðan í Dominos deildinni

Staðan í 1. deildinni

 

Leikir dagsins

 

Dominos deild karla:

Snæfell Tindastóll – kl. 19:15

Keflavík Skallagrímur – kl. 19:15

ÍR Haukar – kl. 19:15

Stjarnan Þór – kl. 19:15 í beinni útsendingu Stöð 2 Sport

 

1. deild karla:

Höttur  ÍA – kl. 18:30 í beinni útsendingu Höttur Tv