Karfan.is náði tali af Hannesi S. Jónssyni rétt áður en síðasta leik bikarúrslitahelgarinnar lauk í gær. Hann viðurkenndi að þreytan væri farin að síga á eftir langa viku en ánægjan væri gríðarleg. Hann sagðist seint geta þakkað sjálfboðaliðum nægilega fyrir sína þátttöku í mótinu en um 100 manns hafa lagt á sig mikla vinnu til að halda þessari helgi gangandi. 

 

Hann sagðist allt hafa gengið framúr björtustu vonum og sagðist vonast eftir því að þetta fyrirkomulag héldi áfram á næsta ári. Viðtal Karfan.is við Hannes í gær má finna í heild sinni hér að neðan: