Bikarmeistarar Keflavíkur fengu svo sannarlega höfðinglegar móttökur þegar heim var komið á sunnubrautina með bikarinn góða í farteskinu. Rútan með liðið tók rúnt í gegnum bæinn í lögreglufylgd og endaði svo í íþróttahúsinu þar sem beið þeirra dýrindismáltíð.  Hugguleg en þó hófleg flugeldasýning fyrir stúlkurnar var svo sett í gang fyrir stúlkurnar líkt og venja er þegar bikar kemur í bæinn.  Myndasafn á Facebook síðu Karfan.is má sjá með því að smella hér þar sem þessar hressilegu móttökur myndaðar.