Búið er að draga í riðla á HM U19 ára kvenna sem fram fer á Ítalíu í sumar. Sex lið frá Evrópu taka þátt á HM að þessu sinni. Mótið fer fram 22.-30. júlí í Udine á Ítalíu. 

Liðin frá Evrópu á HM að þessu sinni eru Ítalía, Lettland, Frakkland, Rússland, Spánn og Ungverjaland. Eitt laust sæti er er í D-riðli en það verður skipað liði frá Ameríkuálfu.