Þrír leikir fara fram í Dominos deild kvenna í dag. Leikirnir eru í 20 umferð deildarinnar og síðasta umferð fyrir bikarhelgina stóru. 

 

Í Njarðvík verður Skallagrímur í heimsókn en Skallagrímur hefur haft gott tak á Carmen Tyson-Thomas og félögum í vetur. Leikurinn hefst kl 15:30 í Ljónagryfjunni. 

 

Valskonur hafa verið í góðu skriði síðustu vikurnar og unnið tvo leiki í röð. Þær fá Keflavík í heimsókn en Keflavík hefur unnið báða leiki liðanna til þessa í deildinni. 

 

Í Garðabæ fer fram nágrannaslagur Stjörnunnar og Hauka kl 18:00. Haukar unnu fyrsta leik liðanna en Stjarnan þann seinni með þremur stigum í æsispennandi leik. Haukar eiga framundan undanúrslitaleik í bikarkeppninni og því þeirra helsta verkefni að byrja ekki að hugsa um þann risa leik fyrr en eftir leikinn við Stjörnuna. 

 

Staðan í Dominos deild kvenna

 

Leikir dagsins:

 

Dominos deild kvenna:

 

Njarðvík – Skallagrímur kl 15:30

Valur – Keflavík kl 17:00 ( Í beinni á Stöð 2 sport)

Stjarnan – Haukar kl 18:00