Grindavík sigraði Keflavík, 36-33, í úrslitaleik Maltbikarkeppni 9. flokks stúlkna.

 

Fyrir leik

Fyrir þennan leik höfðu liðin mæst þrisvar í vetur. Síðast um síðustu helgi. Í öll skiptin hafði Grindavík farið með sigur af hólmi, en þó aldrei með neitt sérstaklega sannfærandi hætti. Því var allt eins líklegt að við myndum fá jafn spennandi leik í dag og raun bar vitni.

 

Kjarninn

Leikurinn í dag var kaflaskiptur. Grindavík byrjaði betur, komust í 6 stiga forystu á upphafmínútunum. Keflavík kom þá með laglegt áhlaup og endaði 1. leikhlutann með 5 stiga forystu, 8-13. Á fyrstu þrem mínútum 2. leikhlutans vinna Grindavíkurstúlkur svo niður þennan mun, 13-13. Undir lok fyrri hálfleiksins er svo mikið jafnræði á með liðunum. Keflavík fer þó með 4 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 21-25.

 

Atkæðamest fyrir Grindavík í fyrri hálfleiknum var Thea Ólafía með 2 stig, 10 fráköst og 2 stoðsendingar á meðan að fyrir Keflavík var það Edda Karlsdóttir sem dróg vagninn með 7 stigum og 2 fráköstum.

 

Upphaf seinni hálfleiksins einkenndist af sterkri vörn beggja liða. Hvorugt liðið náði að koma stigi á töfluna fyrr en nokkuð var liðið á 3. leikhlutann. Þá var það Keflavík sem tók á rás og kemst í 21-27 forystu. Grindavíkurstúlkur eru þó snöggar að vakna til lífsins aftur og ná að enda leikhlutann með leikinn sér í vil, 29-27.

 

Í lokaleikhlutanum var það svo aftur stál í stál. 

 

 

Sigurkarfan kom snemma

Þegar að rúmar 2 mínútur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 33-33. Þá skorar Jenný Geirdal úr sniðskoti fyrir Grindavík og kemur þeim 2 stigum yfir, 35-33. Keflavík fær í heildina 5 tækifæri til þess að jafna leikinn eða komast yfir á þessum síðustu 2 mínútum, en allt kemur fyrir ekki, Jenný Geirdal innsiglar svo sigur Grindavíkur af vítalínunni, 36-33, þegar um 2 sekúndur eru eftir.

 

Tölfræðin lýgur ekki

Grindavíkurstúlkur tóku 53 fráköst í leiknum á móti aðeins 29 hjá Keflavík.

 

 

Hetjan

Una Rós Unnarsdóttir var fremst meðal jafningja í mjög fínu Grindavíkurliði í dag. Skoraði 2 stig, tók 7 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 4 boltum á þeim 24 mínútum sem hún spilaði.

 

Tölfræði leiks

Myndasafn 

 

Umfjöllun / Davíð Eldur

Myndir, viðtal / Ólafur Þór