Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem D´Angelo Russell landaði sinni fyrstu tvennu á ferlinum í 120-116 sigri Lakers. Russell gerði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar í liði Lakers en Nick Young var stigahæstur með 23 stig. Wilson Chandler var stigahæstur hjá Denver með 26 stig og 9 fráköst.

Þá var Kawhi Leonard stigahæstur í 108-94 sigri Spurs gegn Oklahoma en Leonard gerði 36 stig, tók 8 fráköst og gaf 4 stoðsendingar í liði San Antonio. Hjá Oklahoma var Russell Westbrook atkvæðamikill sem fyrr með 27 stig, 6 fráköst og 14 stoðsendingar. 

Úrslit næturinnar

Washington 117-101 New York
Toronto 108-106 New Orleans
Houston 105-83 Sacramento
San Antonio 108-94 Oklahoma
Portland 115-98 Charlotte
Lakers 120-116 Denver

Myndbönd næturinnar